ODT ehf.

ODT á Íslandi veitir framúrskarandi þjónustu og leggur áherslu á góð tengsl við viðskiptavini sína. Við höfum á að skipa hæfu, reynsluríku og vel menntuðu starfsfólki með mikla þekkingu, auk þess sem við getum boðið aðgang að alþjóðlegu neti sérfræðinga. Við leggjum mikla áherslu á að vinna okkar sé fagleg og mæti væntingum viðskiptavinarins hvað gæði, áreiðanleika og tímanleika varðar en jafnframt að sú vinna verði að raunverulegri þekkingu hjá viðskiptavinunum og þeim til hagsbóta og tryggi rekstrarhagræði.

Hafa samband

Við sjáum um

Þjónustuliðir ODT ehf.

# Endurskoðun
# Skattaráðgjöf
# Rekstrarráðgjöf
# Bókhald
# Launavinnsla
# Endurskoðun
# Skattaráðgjöf
# Rekstrarráðgjöf
# Bókhald
# Launavinnsla
#Ársreikningar
#Innri endurskoðun
# Ytri endurskoðun
#Bókhald
#Launavinnsla
#Ársreikningar
#Innri endurskoðun
#Ytri endurskoðun
#Bókhald
#Launavinnsla
#Gervigreind
#Löggillt endurskoðun
#Innra eftirlit
#Reynsluríkt starfsfólk
#Fjármál
#Gervigreind
#Löggillt endurskoðun
#Innra eftirlit
#Reynsluríkt starfsfólk
#Fjármál

Ytri endurskoðun

  • Við höfum víðtæka reynslu af endurskoðun fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum.
  • Við höfum sinnt formennsku í endurskoðunarnefnd Félags löggiltra endurskoðenda, sem og í gæðanefnd félagsins og höfum mótað gæðaeftirliti með störfum ytri endurskoðenda og séð um þjálfun gæðaeftirlitsmanna.
  • Sérfræðimenntun okkar á sviði endurskoðunar og reikningsskila kemur frá ólíkum háskólasamfélögum og skapar því fjölbreyttari sýn á viðfangsefnið.
  • Við höfum sinnt kennslu í endurskoðun, innra eftirliti og góðum stjórnarháttum um árabil, í háskólasamfélaginu, fyrir kollega okkar, viðskiptavini og aðra aðila.
  • Við höfum gegnt hlutverkum eins og áhættustjórn (e. risk management partner), og borið ábyrgð á faglegum málefnum í endurskoðun og öðrum þjónustuþáttum endurskoðunarfyrirtækis og tekur á álitamálum.
  • Við höfum leitt fagnefndir, endurskoðunarnefndir, stýrt innleiðingarverkefnum á sviðum endurskoðunar og reikningsskila ásamt því að leiða fræðslumál. Slík hlutverk hafa kallað á mikil samskipti við erlenda samstarfsaðila.

Innri endurskoðun

  • Við höfum mikinn áhuga á innra eftirliti og góðum stjórnarháttum og fylgjumst vel með nýjungum og faglegri umræðu, bæði hérlendis og erlendis.
  • Við erum félagar í The Institute of Internal Auditors og Félagi innri endurskoðenda ásamt því að vera endurskoðendur þess félags.
  • Við erum aðilar að Viðskiptaráði Íslands og höfum tekið þátt í starfshópi um stjórnarhætti sem stendur að útgáfu leiðbeininga um góða stjórnarhætti.
  • Við höfum sinnt kennslu í endurskoðun, innra eftirliti og góðum stjórnarháttum um árabil, í háskólasamfélaginu, fyrir kollega okkar, viðskiptavini og aðra aðila.
  • Við höfum sem ytri endurskoðendur fjármálafyrirtækja unnið náið með innri endurskoðendum og yfirfarið þeirra vinnu.
  • Við höfum komið að uppbyggingu innri endurskoðunardeilda í fyrirtækjum og sinnt störfum innri endurskoðenda innan fyrirtækja.
  • Við höfum innsýn í störf innri endurskoðunardeilda fjármálafyrirtækja á Norðurlöndunum og höfum komið að endurskoðun fjármálafyrirtækis sem var undir danskri/færeyskri löggjöf og eftirliti
    Finanstilsynet í Danmörku.

Skattaráðgjöf

ODT á Íslandi einbeitir sér að því að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu á sviði skatta- og lögfræðiráðgjafar. Fyrirtækið hefur mikla reynslu á þessu sviði og nýtur krafta hæfileikaríkra sérfræðinga.


Rekstrarráðgjöf

Rekstrarráðgjöf miðar að því að aðstoða viðskiptavini við að takast á við þau krefjandi verkefni sem stjórnendur fást við í rekstri fyrirtækja. Sérfræðingar ODT eru þrautþjálfaðir á sínum sviðum og við lausn verkefna beita þeir fyrir sig aðferðafræði ODT sem hefur margsannað sig hjá viðskiptavinum félagsins um allan heim.


Bókhald

ODT rekur öfluga bóhaldsþjónustudeild og sinnir smáum og stórum fyrirtækjum, með fjárhagskerfið innanhúss, eða utan. Við höfum mikla reynslu af algengustu bókhaldskerfunum, rafrænum samþykktarkerfum o.fl., og erum í góðum samskiptum við þjónustuaðila þeirra

Launavinnsla

ODT tekur að sér launavinnslu ásamt öllum tilheyrandi skilum upplýsinga til launþega, yfirvalda, lífeyrissjóða og annarra viðeigandi aðila. ODT getur ennfremur séð um þjónustu við launafólk, svarað fyrirspurnum og verið innan handar við vinnslu gagna.

Uppsetning ársreikninga

Það getur borga sig að láta fagmennina um að stilla upp ársreikningnum. ODT hefur á að skipa sérfræðingum í innlendum og erlendum stöðlum, t.a.m. IFRS, og hjálpa þér fúslega við allt sem að því snýr